Fimm árum seinna kom óvænt tækifæri þegar Pink Iceland þurfti að leggjast í hýði í miðjum heimsfaraldri Covid. Mathew og Olivia sátu í sjálfskipaðri sóttkví í Colorado þegar símtalið kom. Pink Iceland var á línunni og lagði til samstarf um þróun og sölu húðvörulínu með CBD olíu.
Það er óhætt að segja að hér hafi orðið til draumateymi en Mathew er einn helsti sérfræðingur Bandaríkjanna í vöruþróun og rannsóknum á CBD olíu og Olivia er sérfræðingur í vörumerkjaþróun og hönnun verslunarrýma. Kunnátta þeirra í bland við tengslanet og frumkvöðlakraft Pink Iceland varð til þess að 10 mánuðum eftir fyrsta símtalið opnaði verslunin Æsir á Hverfisgötu 39 með glænýja og græðandi vörulínu.
Gildi eigenda um jafnrétti, þakklæti, heiðarleika, kærleika og virðingu lita vöruúrval og starfsemi fyrirtækisins. Vörulínan er lífræn, laus við paraben og súlföt og er ekki prófuð á dýrum auk þess að vera vegan.